1. |
Lausafjárstaða - 1501066 |
|
Lagt fram og yfirfarið yfirlit yfir lausafjárstöðu. |
|
|
|
2. |
Greitt útsvar 2018 - 1804051 |
|
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar - mars 2018. Skv. yfirlitinu hafa útsvarstekjur hækkað um 11,1% milli ára, miðað við sömu mánuði fyrra árs. |
|
|
|
3. |
Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Afskriftabeiðnir - 1804027 |
|
Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um afskriftir útsvarsskulda að fjárhæð 74.591 kr. auk vaxta að fjárhæð 137.239 kr., alls er fjárhæðin því 211.830 kr.
Bæjarráð samþykkir samhljóða beiðni sýslumanns. |
|
|
|
4. |
Framkvæmdir 2018 - 1710023 |
|
Lagt fram framkvæmdayfilit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun ársins 2018. Farið yfir stöðu helstu verkefna og hvernig hugmyndin væri að vinna þau verkefni sem framundan eru. Sérstaklega var rætt um framkvæmdir við leik- og grunnskóla, gangstéttir og gatnagerð, aðalskipulagsvinnu og ýmislegt fleira.
Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að fá verðtilboð í götumálun og önnur verkefni sem framundan eru til samræmis við umræður á fundinum. Jafnframt vinni hann yfirlit yfir forgangsröðun verkefna og geri tímaáætlun.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
5. |
Skipulags- og byggingafulltrúi, uppsögn - 1804039 |
|
Skipulags- og byggingafulltrúi hefur sagt upp starfi sínu.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að auglýst verði staða skipulags- og byggingafulltrúa. |
|
|
|
6. |
Meðferð varnarefna, stefna Snæfellsness - 1804035 |
|
Lögð fram og kynnt stefna Snæfellsness um meðferð varnarefna samþykkt af Byggðasamlagi Snæfellinga.
Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti. |
|
|
|
7. |
Snæfrost, fundargerð aðalfundar - 1804045 |
|
Lögð fram fundargerð aðalfundar Snæfrosts hf. sem haldinn var 11. apríl sl. Í fundargerðinni kemur fram að fyrirtækið sé í verulegum rekstrarefiðleikum og nauðsynlegt sé að auka rekstrarfé þess. Jafnframt lagður fram ársreikningur Snæfrosts hf. fyrir árið 2017.
Stjórn fyrirtækisins leggur til að fyrirtækið sé auglýst til sölu og á sama tíma sé athugað með niðurfærslu á núverandi hlutafé og leitað til stærstu hluthafa með aukið hlutafé í reksturinn.
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu stjórnar, en vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. |
|
|
|
8. |
Áhaldahús, húsnæði o.fl - 1804046 |
|
Farið yfir möguleika á leigu eða kaupum á húsnæði fyrir áhaldahús og slökkvilið, en veruleg þörf er á auknu rými fyrir starfsemina.
Bæjarstjóra falið að kanna frekar möguleika á leigu eða kaupum á umræddu húsnæði.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
9. |
Míla, samningagerð - 1804047 |
|
Farið yfir fund sem bæjarstjóri átti með Mílu vegna sölu og reksturs á ljósleiðarakerfi bæjarins í dreifbýli. Jafnframt lögð fram drög að samningi.
Bæjarstjóra falið að vinna að endanlegum frágangi samnings.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
10. |
Refa- og minkaveiðar - 1703037 |
|
Farið yfir stöðu refa- og minkaveiða.
Bæjarstjóra falið að gera samninga á sambærilegum nótum og á síðasta ári.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
11. |
Skákfélagið Hrókurinn - Tuttugu ára afmæli - 1804040 |
|
Lagt fram bréf frá Skákfélaginu Hróknum sem fagnar 20 ára afmæli á árinu.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að gerast bronsbakhjarl í tilefni afmælisins með greiðslu styrks að fjárhæð 25.000 kr. |
|
|
|
12. |
Þjóðleikhúsið - Þjóðleikhúsið og Brúðuheimar í leikferð um landið - 1804038 |
|
Lagt fram bréf þjóðleikhússtjóra varðandi leikferð Þjóðleikhússins og Brúðuheima um landið.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur menningar- og markaðsfulltrúa umsjón þess.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
13. |
Skipulagsstofnun - Efnisnámur á landi og sjó vegna lengingar Norðurgarðs - 1804033 |
|
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar frá 11. apríl sl. um efnisnámur á landi og sjó vegna lengingar Norðurgarðs. |
|
|
|
14. |
Slökkvilið, starfsmannahald - 1804044 |
|
Lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra varðandi starfmannabreytingar stjórnenda hjá slökkviliðinu. |
|
|
|
15. |
Íbúðalánasjóður - Ölkelduvegur 9 - 1804034 |
|
Lagður fram til kynningar húsaleigusamningur við Íbúðalánasjóð vegna íbúðar að Ölkelduvegi 9. |
|
|
|
16. |
Íbúðalánasjóður - Úthlutun stofnframlaga til uppbyggingar á almennum íbúðum - 1804037 |
|
Lagt fram til kynningar fundarboð Íbúðalánasjóðs vegna fundar um úthlutun stofnframlaga. |
|
|
|
17. |
Aðveitustöð, framkvæmdir - 1804043 |
|
Lagt fram til kynningar áætlun um framvindu framkvæmda Rarik vegna lagningar strengs frá nýrri aðveitustöð um Grundargötu og niður á hafnarsvæði.
Jafnframt greint frá samningaumleitunum um yfirtöku Grundarfjarðarbæjar á húsnæði gömlu aðveitustöðvarinnar. |
|
|
|
18. |
Orkustofnun, umsókn um efnistöku - 1804036 |
|
Lögð fram til kynningar umsókn um efnistöku Grundarfjarðarhafnar hjá Orkustofnun. |
|
|
|
19. |
Hrífandi - félag um náttúrumenningu - Ráðstefna um samspil umhverfisverndar og þróun byggðar - 1804032 |
|
Lagður fram til kynningar tölvupóstur um ráðstefnuna "Verndarsvæði og þróun byggðar" sem haldin verður föstudaginn 27. apríl nk. |
|
|
|
20. |
Lánasjóður sveitarfélaga - Arðgreiðsla 2018 - 1804022 |
|
Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga frá 9. apríl sl. varðandi arðgreiðslu 2018. Hlutur Grundarfjarðarbæjar í arðgreiðslunni er 1.853.088 kr. |
|
|
|
21. |
Skipulagsstofnun, kostnaðarframlag - 1804048 |
|
Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra frá 20. apríl sl. til Skipulagsstofnunar vegna kostnaðarframlags stofnunarinnar vegna endurskoðunar aðalskipulags fyrir Grundarfjarðarbæ. |
|
|
|