Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðar
Fundargerð
175. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar,
8. febrúar 2017, kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður, Vignir Smári Maríasson (VSM), Runólfur J. Kristjánsson (RJK), Sævör Þorvarðardóttir (SÞ) og Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi.
1. |
Þórdísarstaðir-uppbygging - 1702011 |
|
Lögð er fram tillaga að uppbyggingu ferðaþjónustu á Þórdísarstöðum. |
|
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framkomnu erindi um uppbyggingu ferðaþjónustu á Þórdísarstöðum. Nefndin bendir á að framkvæmdaraðili láti vinna deiliskipulag af svæðinu og samhliða verði unnar nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi
Byggingafulltrúa er falið að tilkynna til Landbúnarráðuneytisins breytta landnotkun Þórdisarstaða.
Nefndin bendir Dísarbyggð ehf á að samkvæmt aðalskipulagi Grundarfjarðar er heimilt að byggja allt að 5 hús á hverri jörð án deiliskipulagsbreytinga.
|
|
|
|
2. |
Hraðahindranir og umferðamerkingar - 1610008 |
|
Mál nr. 1610008 Hraðahindranir og umferðamerkingar, málið lagt fram öðru sinni með ósk um að nefndarmenn og byggingarfulltrúi komi með tillögur um úrbætur. |
|
Nefndin ræddi staðsetningu og gerð hraðahindrana. Upphækkaðar hraðahindranir við grunnskóla, Hrannarstígur við Smiðjustíg, Grundargata við Sæból. Þrengingar eða önnur gerð hraðahindranna á Sæbóli, Ölkelduvegur (?) og Borgarbraut við gatnamót Hlíðarvegar(?) Byggingarfulltrúa falið að leggja fram hugmyndir að hraðahindrunum. |
|
|
|
3. |
Umsagnir vegna rekstrarleyfa - 1702012 |
|
Umsagnir sem byggingarfulltrúi hefur gefið vegna rekstrarsleyfis frá 1. september 2016. Lagt fyrir fund til upplýsinga fyrir nefndarmenn. |
|
|
|
Fundi slitið kl. 18:00.
Ólafur Tryggvason (ÓT) |
|
Vignir Smári Maríasson (VSM) |
Runólfur J. Kristjánsson (RJK) |
|
Sævör Þorvarðardóttir (SÞ) |
Þorsteinn Birgisson (ÞB) |
|
| |