Grundarfjarðarbær
Fundargerð
4. fundur öldungaráðs, haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar, 1. desember 2016.
Mættir:
Móses Geirmundsson formaður, Steinunn Hansdóttir varaform. Hildur Sæmundsdóttir ritari, Jensína Guðmundsdóttir meðstj. Þórunn Kristinsdóttir meðstj. Tryggvi Gunnarsson meðstj.
1. Sjúkraþjálfun:
a. Auglýsing eftir sjúkraþjálfara bar ekki árangur
b. Málinu vísað til bæjarstjóra til ítrekunar
2. Félagsheimilið að Borgarbraut 2:
a. Frábær niðurstaða að fá þetta fjölnota hús til umráða
b. Ákveða þarf nafn á heimilið; Stjarna eins og fv. Verkalýðsfélag hét eða Borg eins og gatan heitir.
3. Breyting á Félagsheimili:
a. Önnur borð til að spila við, aðstaða í eldhúsi o.fl.
b. Málinu vísað til umsjónamanns fasteigna
4. Námskeiðshald:
a. Huga þarf að námskeiðum fyrir öldunga
5. Könnun á högum 60-70 ára og væntingar þeirra eftir 5 ár:
a. Málinu vísað til menningarfulltrúa að útbúa slíka könnun.
6. Tómstundir næsta sumars:
a. Sundleikfimi, púttvöllur, minigolf.
Fundi slitið |