Hafnarstjórn Grundafjarðarhafnar
Fundargerð
5. fundur hafnarstjórnar Grundarfjarðarhafnar, kjörtímabilið 2014-2018,
haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar, mánudaginn 29. júní 2015, kl. 11.00.
Fundinn sátu:
Aðalmenn: Þorsteinn Steinsson (ÞS), formaður, sem ritaði fundargerð og Sólrún Guðjónsdóttir (SG).
Varamaður: Runólfur Guðmundsson (RunG) í stað Bjargar Ágústsdóttur.
Starfsmenn: Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri (HG).
ÞS setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Óskaði hann eftir að tekið yrði fyrir erindi varðandi afskriftir skulda og var það samþykkt.
Gengið var til dagskrár:
1. Aðalskipulag, Framnes/Hafnarsvæði.
Lögð fram lýsing vegna breytingar aðalskipulags þéttbýlis Grundarfjarðar 2003-2015, Hafnarsvæði.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 18. júní sl. að lýsing skipulagsins verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 30. gr. í skipulagslaga nr. 123/2010 og að kynningarfundur á tillögu verði haldinn skv. 2. mgr. 30. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að skipulagið verði sent að nýju í auglýsingu.
2. Niðurstaða á útlagningu Flangaskersbauju
Lögð fram bréfasamskipti milli Vegagerðarninnar og hafnaryfirvalda í Grundarfirði, þar sem tekist er á um fjármögnun siglingabauju á Flangaskersgrunni.
Samkomulag hefur náðst um það að Vegagerðin kosti uppsetninguna en hafnarsjóður Grundarfjarðar sjái um reksturinn.
Hafnarstjórn samþykkir þessa ákvörðun fyrir sitt leyti og fagnar því að þessum áfanga hefur verið náð. Baujan mun auka öryggi sjófarenda á svæðinu til muna.
3. Samgönguáætlun 2015-2018/Grundarfjarðarhöfn
Lögð fram tillaga að samgönguáætlun 2015-2018 sem sýnir að gert er ráð fyrir framkvæmdum við lengingu Norðurgarðs, stálþili, þekju og lögnum árið 2018. Alls er áætlað að heildarkostnaður það ár verði 207 m.kr., en heildarkostnaður er talinn vera um 400 m.kr.
Hafnarstjórn fagnar því að fjárveitingar fáist til verkefnisins, en felur jafnframt hafnarstjóra og formanni nefndarinnar að vinna að því að nægjanlegar fjárveitingar fáist áfram til þess að ljúka verkinu. Jafnframt verði leitað eftir því að fjármagn fáist á árunum 2016-2017 til þess að fullhanna verkið og undirbúa framkvæmdir.
4. Hafnarfundur 2015
Stjórn Hafnarsambands Íslands hefur boðað til 7. hafnarfundar, sem haldinn verður í Hafnarfirði föstudaginn 28. ágúst nk.
Samþykkt samhljóða að hafnarstjóri sæki fundinn.
5. Hafnarsamband kynning/ Reglur um brennistein í skipaeldsneyti
Lagður fram tölvupóstur dags. 8. júní sl., varðandi reglur um brennistein í skipaeldsneyti.
Lagt fram til kynningar.
6. Afskriftir skulda
Lagður fram listir yfir viðskiptakröfur að heildarfjárhæð 1.245 þús. kr.
Samþykkt að afskrifa kröfurnar.
7. Fundargerð Hafnarsambands íslands
1.1 Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 374 frá 10.04. 2015
Lagt fram til kynningar
1.2 Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 375 frá 22.05.2015
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.12:00.
Þorsteinn Steinsson
Sólrún Guðjónsdóttir
Runólfur Guðmundsson
Hafsteinn Garðarsson
|