Menningarnefnd
Fundargerð
5. fundur menningarnefndar Grundarfjarðar,
haldinn í ráðhúsinu, fimmtudaginn 2. október 2014, kl. 10:00.
Fundinn sátu:
Aðalmenn: Elsa Bergþóra Björnsdóttir, Bjarni Sigurbjörnsson, Baldur Orri Rafnsson.
Starfsmaður: Alda Hlín Karlsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Menningar- og markaðsfulltrúi bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.
1. Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar
Þar sem að fáar myndir hafa borist í keppnina leggur nefndin til að framlengja skilafrest um einn mánuð eða til 31. október 2014.
2. Rökkurdagar 2014
Menningarfulltrúi fór yfir dagskrá væntanlegra Rökkurdaga sem haldnir verða dagana 8. – 14. október næstkomandi.
3. Northern Wave kvikmyndahátíðin
Hátíðin er á dagskrá dagana 17. – 19. október 2014. Málefni tengd hátíðinni rædd.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 10:50
Baldur Orri Rafnsson
Bjarni Sigurbjörnsson
Elsa Bergþóra Björnsdóttir
Alda Hlín Karlsdóttir
|