Menningarnefnd
Fundargerð
4. fundur menningarnefndar Grundarfjarðar,
haldinn í ráðhúsinu, miðvikudaginn 2. júlí 2014, kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Aðalmenn: Elsa Bergþóra Björnsdóttir, Bjarni Sigurbjörnsson, Baldur Orri Rafnsson.
Starfsmaður: Alda Hlín Karlsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Menningar- og markaðsfulltrúi bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.
Á 175. fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar, 18. júní 2014 voru eftirtaldir kosnir í menningarnefnd:
Aðalmenn:
Baldur Orri Rafnsson fyrir D lista
Bjarni Sigurbjörnsson fyrir L lista
Elsa Bergþóra Björnsdóttir fyrir L lista
Varamenn og röð þeirra:
Ágústa Ósk Guðnadóttir fyrir D lista
Hinrik Konráðsson fyrir L lista
Olga Aðalsteinsdóttir fyrir L lista
1. Kosningu á formanni, varaformanni og ritara
Tillaga að formanni er Elsa Bergþóra Björnsdóttir
Samþykkt samhljóða.
Tillaga að varaformanni er Baldur Orri Rafnsson
Samþykkt samhljóða.
Tillaga að ritara er Alda Hlín Karlsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi
Samþykkt samhljóða.
2. Fundartími nefndarinnar
Á fundi bæjarstjórnar þann 18. júní var eftirfarandi bókað:
Bæjarstjórn felur fastanefndum sveitarfélagsins að setja sér starfsáætlun og markmið og skili til bæjarstjórnar fyrir 1. október 2014. Þá eru nefndir hvattar til þess að halda fundi reglulega á fyrirfram ákveðnum tíma svo sem kostur er. Þannig auðveldar það bæjar- og nefndarfulltrúum að skipuleggja sig og gerir það að verkum að fundarboð fari síður framhjá nefndarfulltrúum.
Lagt er til að menningarnefnd fundi kl 10.00 á þriðjudögum þegar ástæða þykir til.
Umræðum um starfsáætlun og markmið er vísað til næsta fundar.
3. Erindisbréf nefndarinnar
Erindisbréf nefndarinnar lagt fyrir og kynnt fundarmönnum.
4. 800 ára afmæli Sturlu Þórðarsonar sagnaritara
Á fundi bæjarstjórnar 13. mars 2014 var menningarnefnd falið að koma með tillögur um hvernig 800 ára afmælishátíðar Sturlu Þórðarsonar skuli minnst. Fráfarandi menningarnefnd vísaði erindinu til frekari umræðu á næsta fundi nefndarinnar. Nefndin leggur til að viðburður í dagskrá Rökkurdaga 2014 verði helgaður Sturlu Þórðarsyni.
5. Rökkurdagar 2014
Nefndin leggur til að Rökkurdagar verði tengdir við Northern Wave kvikmyndahátíðina eins og gert var síðasta ár. Hún er á dagskrá dagana 17. – 19. október 2014. Nefndin leggur til að Rökkurdagar verði dagana 9. – 14. október.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 15:15
Elsa Bergþóra Björnsdóttir
Baldur Orri Rafnsson
Bjarni Sigurbjörnsson
Alda Hlín Karlsdóttir |