Menningar– og tómstundanefnd Grundarfjarðarbæjar
Fundargerð
69. fundur menningar– og tómstundanefndar Grundarfjarðar,
haldinn miðvikudaginn 27. febrúar 2013, kl. 16:30, á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar.
Mætt: Þorbjörg Guðmundsdóttir, formaður, Þorgrímur Kolbeinsson, í fjarveru Halldóru Daggar Hjörleifsdóttur, María Ósk Ólafsdóttir, í fjarveru Þórdísar Önnu Guðmundsdóttur og Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.
1. Skipulag sumarsins
Rætt um leikjanámskeið og sundnámskeið.
Farið yfir skýrslu Ólafar Rutar Halldórsdóttur frá síðasta sumri. Samið hefur verið við Ólöfu Rut um umsjón með sumarnámskeiðum sumarið 2013.
Formaður talar við sundkennara vegna sundnámskeiðs.
2. Íþrótta- og tómstundaþing
Ræddar hugmyndir um að halda íþrótta- og tómstundaþing í Grundarfirði næsta haust. Formaður kemur með drög að dagskrá þingsins á næsta fund nefndarinnar.
3. Ungmennaráð/ungmennahús
Farið yfir hugmyndir sem safnast hafa á facebook undir hugmyndabanka Grundarfjarðar. Rætt um að endurvekja ungmennaráð og um möguleika þess að opna ungmennahús. Formaður sér um að auglýsa eftir ungmennum í Ungmennaráð Grundarfjarðar.
4. 17. júní hátíðin
Lagt til að leitað verði til félagasamtaka varðandi umsjón með 17. júní hátíðinni sumarið 2013.
5. UMFG
Rædd málefni UMFG. Menningar- og tómstundanefnd þakkar Tómasi Frey Kristjánssyni og Láru Magnúsdóttur óeigingjarnt starf í þágu UMFG. Þeim er óskað velfarnaðar.
6. Flutningur bókasafns
Rætt um fyrirhugaðan flutning bókasafnsins í Sögumiðstöðina. Nefndinni líst vel á ákvörðun um flutning bókasafnsins.
7. Efni til kynningar:
a. Ungmennaþing – höfnun styrkumsóknar Menningarráðs
b. UMFG – SAMVEST
c. Landsmót UMFÍ 50+ árið 2015
d. Unglingalandsmót UMFÍ árið 2016
e. Landsmót UMFÍ árin 2017 og 2021
8. Önnur mál
a. Forvarnarstefnan
Stefnt að vinnu við forvarnarstefnu í haust með bæði aðal- og varamönnum nefndarinnar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:00.
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Þorgrímur Kolbeinsson
María Ósk Ólafsdóttir
Sigurlaug R. Sævarsdóttir
|