Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Sunnudagur 26. maí 21:17
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Á döfinni
SMÞMFFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678

Framundan

Skrá atburði, smelltu hér
Fundargerðir
24.maí 2019
5. fundur hafnarstjórnar
23.maí 2019
531. fundur bæjarráðs
16.maí 2019
200. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
14.maí 2019
6. fundur ungmennaráðs
Fréttir - Nýlegt safn
Stjórnsýsla - fréttir  Prenta síðu
4. febrúar 2009 14:25

Í skoðun er að fresta um ár unglingalandsmóti í Grundarfirði

Frétt á vef Skessuhorns:

Forsvarsmenn Grundarfjarðarbæjar og stjórn Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hafa ákveðið að óska eftir því við stjórn UMFÍ að unglingalandsmót sem halda á í Grundarfirði í sumar, verði frestað um eitt ár, ef bæjarfélag og héraðssamband sem eru með tilbúna aðstöðu væru tilbúin að hlaupa í skarðið og halda mótið í sumar. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri í Grundarfirði segir að vegna gríðarlegra kostnaðarhækkana síðasta árið og efnahagsástandsins í landinu, væri það betra fyrir bæjarfélagið allra hluta vegna að fá eitt ár í viðbót til að kljúfa kostnaðaraukann og fjármagna framkvæmdir. Ef stjórn UMFÍ samþykkir ekki frestun og aðrir staðir eru ekki tilbúnir að halda mótið í sumar, muni Grundfirðingar gera það með glæsibrag eins og ekkert hafi í skorist. 

 

Guðmundur segir að stjórn HSS muni senda stjórn UMFÍ bréf þessa efnis í vikunni. Hann segir að ástæða þess að mótshaldið í Grundarfirði í sumar væri í endurskoðun, sé ákvörðun Hólmvíkinga að óska eftir frestun á mótshaldi um eitt ár frá 2010 til 2011, en Strandabyggð er næst í röðinni með unglingalandsmót á eftir Grundarfirði. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að falla frá því að halda unglingalandsmót á Hólmavík árið 2010. Ástæðan sem nefnd er fyrir því er erfitt efnahagsástand.  

Guðmundur sagði að sem dæmi um gríðarlegar kostnaðarhækkanir frá því að sótt var um landsmótið á árinu 2007 til þessa dags, að gerviefni á hlaupabraut íþróttavallar hækkaði úr 30 milljónum í 80 milljónir. Þessar hækkanir hefðu sérstaklega komið til síðasta árið. Guðmundur segir að styrkir úr opinberum sjóðum, svo sem af fjárlögum, dygðu nú miklu skemur en áður, þannig að kostnaður sveitarfélaga vegna aðstöðusköpunar við landsmót UMFÍ dygðu miklu skemur.

 

Þessi mál voru rædd á fundi sem haldinn var í Borgarnesi á dögunum. Þar voru mættir fjórir fulltrúar frá Grundarfirði, þrír frá Strandabyggð og tveir frá UMFÍ. Væntanlega mun það taka stjórn UMFÍ einhvern tíma, en væntanlega ekki langan, að ákveða næstu skref hvað varða unglingalandsmót á næsta sumri, en þau eru jafnan haldin um verslunarmannahelgi.


Til baka


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Flýtileiðir

 

          

 

 Bæjargátt

 

Heilsuefling

 

Persónuverndarfulltrúi

  

 

 

 Senda fyrirspurn 

  

Höfnin

 

 Vefmyndavél

 

Skemmtiferðaskip

 

Gjaldskrár

  

Svæðisgarður

 

Endurskoðun aðalskipulags

 

Sorphirðudagatal

 

Opnunartími  gámastöðvar

 

Forgangsröð við snjómokstur 2016-2017.

 

 

  

 

 

 

 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit