Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Þriðjudagur 18. júní 11:47
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Valmynd
Stjórnun
Stefnumótun
Fjármál
Vinnustaðurinn
Sarpur
Fréttayfirlit
Myndabanki
Greinasafn
Stjórnsýsla, Sarpur, Fréttayfirlit  Prenta síðu
20. ágúst 2007 12:42

Vetrartíminn á bókasafninu

Bókasafn Grundarfjarðar byrjar vetrarvinnuna mánudaginn 20. ágúst. Þá er alltaf opnað kl. 15:00 virka daga en starfsfólk er við vinnu fyrir hádegi og hægt að nálgast það á bókasafninu eða með tölvupósti bokasafn (hjá) grundarfjordur.is. Síminn er 430 8570 eða sími grunnskólans s. 430 8550.

  • Bókasafnið veitir nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga og öðrum nemendum úr byggðarlaginu aðstoð og fyrirgreiðslu eftir föngum.

Upplýsingaþjónusta, safnfræðsla, efnisskrár, myndir af safnkostinum, verkefni bókasafnsins, afþreying o.fl.

Bókasafni Grundarfjarðar var sett stefna vorið 2005. Hana má kynna sér á undirsíðu um verkefni bókasafnsins. Íbúar Grundarfjarðarbæjar eiga bókasafnið saman og eru þeir hvattir til að kynna sér þjónustuna og vera duglegir að benda starfsfólki á leiðir til að auka og bæta hana. Af gefnu tilefni er rétt að benda á að allir geta komið meðan opið er og dvalið á bókasafninu við lestur, lærdóm og spjall, eins lengi og menn (þ.m.t. börn) óska. 

 

Leiðbeiningar um safnfræðslu eru á undirsíðu bókasafnsins og henta efstu bekkjum grunnskóla, eldri nemendum, kennurum og almenningi.

Efnisskrár tilheyrandi byggðarlaginu eru sífellt í vinnslu.

Sú nýjung var tekin upp síðasta vetur að taka myndir af safnkosti í hillum safnsins. Sérstaklega var lögð áhersla á nýkomið efni en einnig sérstakt efni í ýmsum efnisflokkum.

Leiðin að efni bókasafnsins á vefnum er um síðu Grundarfjarðarbæjar, sjá t.d. flýtivísa í hægri dálki. Annars má finna það undir Þjónustu.

 

Verið ævinlega velkomin. Sunna og starfsfólk bókasafnsins.

 


Til baka


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Á döfinni
SMÞMFFL
2627282930311
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30123456
Skrá atburði, smelltu hér
 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit