Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir kostnaði við stækkun leikskólans, sem hófst í haust, endurbótum lóðar og húsbúnaði og er það stærsti staki liðurinn í fjárfestingum ársins. Hjá hafnarsjóði stendur fyrir dyrum gerð nýrrar litlu bryggju.
Komið verður upp aðstöðu til smíða- og verkgreinakennslu í grunnskóla fyrir haustið 2006, einnig er fjármunum veitt til að koma upp fartölvuveri að ósk grunnskólans. Fjármunir eru lagðir í vinnu við skipulagsmál og í þarfagreiningu, undirbúning og hönnun sundlaugar.
Einnig er fyrirhugað að leggja slitlag og vinna ýmsar umhverfisbætur í tengslum við væntanlega hitaveitu, en þar er reyndar ekki unnt að tímasetja framkvæmdir enn sem komið er.
Áætlunin verður birt á vefnum innan tíðar, eins og fyrr segir. |