Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Laugardagur 7. desember 17:37
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Á döfinni
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
567891011

Í dag

Skrá atburði, smelltu hér
Fundargerðir
3.desember 2019
540. fundur bæjarráðs
28.nóvember 2019
232. fundur bæjarstjórnar
27.nóvember 2019
207. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
19.nóvember 2019
7. fundur hafnarstjórnar
Fréttir - Nýlegt safn
Stjórnsýsla - fréttir  Prenta síðu
8. ágúst 2019 10:37

Laus störf á leikskólanum Sólvöllum

Leikskólinn Sólvellir leitar að aðstoðarmatráði og tveimur leiðbeinendum til starfa fyrir skólaárið 2019–2020. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Um afleysingastöður er að ræða og er starfshlutfall frá 25% og upp í 100%.

 

·         Aðstoðarmatráður er með vinnutíma frá kl. 8:00–16:00 og er um  framtíðarstarf að ræða. Helstu verkefni aðstoðarmatráðs eru að aðstoða við matseld og þrif í eldhúsi, leysa matráð af eftir þörfum.

·         25% leiðbeinendastaðan er með vinnutímann frá kl. 14:00–16:00 og hentar mjög vel fyrir einstaklinga sem eru t.d. í námi, þessi staða er fyrir allt skólaárið, þ.e. út júní 2020 eða þangað til að leikskólinn fer í sumarfrí 2020.

·         100% leiðbeinendastaðan er til að leysa af vegna fæðingarorlofs og er fram til mars/apríl 2020 og er vinnutíminn frá kl. 8:00–16:00

 

Helstu verkefni og ábyrgð leiðbeinenda:

·         Þátttaka í þróun leikskólastarfsins í samvinnu við stjórnendur.

·         Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.

·         Þátttaka í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs.

·         Mikið er lagt upp úr foreldrasamvinnu og góðum samskiptum.

 

Hæfniskröfur:

·         Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.

·         Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg

·         Áhugi á að vinna með börnum. 

·         Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.

·         Frumkvæði í starfi.

·         Góð íslenskukunnátta. 

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara eða SDS.

 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Anna Rafnsdóttir, skólastjóri, í síma 438 6645 eða með fyrirspurn á netfangið solvellir@gfb.is

 

Sótt er um starfið á vefsíðu Leikskólans http://solvellir2.leikskolinn.is/eða vefsíðu Grundarfjarðarbæjar www.grundarfjordur.is    

 

Umsóknarfrestur er til 23. ágúst 2019.

 

Vakin er athygli á stefnu Leikskólans Sólvalla um jafnan hlut kynja í störfum. Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda.

 


Til baka



SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Flýtileiðir

 

          

 

 Bæjargátt

 

Heilsuefling

 

Persónuverndarfulltrúi

  

 

 

 Senda fyrirspurn 

  

Höfnin

 

 Vefmyndavél

 

Skemmtiferðaskip

 

Gjaldskrár

  

Svæðisgarður

 

Endurskoðun aðalskipulags

 

Sorphirðudagatal

 

Opnunartími  gámastöðvar

 

Forgangsröð við snjómokstur 2016-2017.

 

 

  

 

 

 

 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit