· Aðstoðarmatráður er með vinnutíma frá kl. 8:00–16:00 og er um framtíðarstarf að ræða. Helstu verkefni aðstoðarmatráðs eru að aðstoða við matseld og þrif í eldhúsi, leysa matráð af eftir þörfum.
· 25% leiðbeinendastaðan er með vinnutímann frá kl. 14:00–16:00 og hentar mjög vel fyrir einstaklinga sem eru t.d. í námi, þessi staða er fyrir allt skólaárið, þ.e. út júní 2020 eða þangað til að leikskólinn fer í sumarfrí 2020.
· 100% leiðbeinendastaðan er til að leysa af vegna fæðingarorlofs og er fram til mars/apríl 2020 og er vinnutíminn frá kl. 8:00–16:00
Helstu verkefni og ábyrgð leiðbeinenda:
· Þátttaka í þróun leikskólastarfsins í samvinnu við stjórnendur.
· Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
· Þátttaka í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs.
· Mikið er lagt upp úr foreldrasamvinnu og góðum samskiptum.
Hæfniskröfur:
· Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
· Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
· Áhugi á að vinna með börnum.
· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
· Frumkvæði í starfi.
· Góð íslenskukunnátta.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara eða SDS.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Anna Rafnsdóttir, skólastjóri, í síma 438 6645 eða með fyrirspurn á netfangið solvellir@gfb.is
Sótt er um starfið á vefsíðu Leikskólans http://solvellir2.leikskolinn.is/eða vefsíðu Grundarfjarðarbæjar www.grundarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til 23. ágúst 2019.
Vakin er athygli á stefnu Leikskólans Sólvalla um jafnan hlut kynja í störfum. Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda.
|