Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Þriðjudagur 20. ágúst 10:35
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Valmynd
Stjórnun
Stefnumótun
Fjármál
Vinnustaðurinn
Sarpur
Fréttayfirlit
Myndabanki
Greinasafn
Stjórnsýsla, Sarpur, Fréttayfirlit  Prenta síðu
17. júlí 2019 15:27

Skrifstofustarf á bæjarskrifstofu

Grundarfjarðarbær auglýsir laust til umsóknar skrifstofustarf á bæjarskrifstofu. Um nýtt starf er að ræða sem fellur að stærstum hluta undir svið skipulags- og byggingafulltrúaembættisins. Starfið er tímabundið, til allt að 12 mánaða.

 

 

Helstu verkefni eru afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini skipulags- og byggingafulltrúaembættisins, skráning og utanumhald erinda sem falla undir embættið, skönnun teikninga og bréfaskriftir, undirbúningur funda skipulags- og umhverfisnefndar, umsjón með auglýsingum vegna skipulags- og umhverfismála o.fl. Auk þess geta fallið til ýmis önnur verkefni á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar, s.s. ritun fjölbreytts texta og framsetning efnis á vefmiðlum, o.fl. Í starfinu felast mikil samskipti við viðskiptavini, íbúa, starfsfólk Grundarfjarðarbæjar og opinberar stofnanir.

 

Um 100% starf er að ræða. Hlutastarf gæti mögulega komið til greina.

 

Í boði er spennandi starf fyrir einstakling sem getur unnið sjálfstætt, er hugmyndaríkur og vill sýna frumkvæði í starfi. Mikilvægt er að starfsmaður sé fær um vinna með texta, upplýsingar og gögn á fjölbreyttan hátt, geti tekið saman efni og sett fram á skýran hátt.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Menntun sem nýtist í starfi

·         Góð ritfærni; að geta skrifað lipran og góðan texta, s.s. bréf, auglýsingar, fréttir o.fl.

·         Góð tölvukunnátta og færni í að nota vefmiðla

·         Skipuleg vinnubrögð

·         Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

·         Jákvæðni og góðir samstarfshæfileikar

 

Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir skrifstofustjóri í síma 430 8500, en einnig má senda fyrirspurnir á sigurlaug@grundarfjordur.is

 

Ráðið er í starfið frá 15. ágúst 2019 eða eftir samkomulagi. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila í Ráðhús Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, eða í tölvupósti á netfangið sigurlaug@grundarfjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk.

 

 


Til bakaSENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Á döfinni
SMÞMFFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
1234567
Skrá atburði, smelltu hér
 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit