Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Laugardagur 24. ágúst 08:59
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Á döfinni
SMÞMFFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
1234567
Skrá atburði, smelltu hér
Fundargerðir
8.ágúst 2019
534. fundur bæjarráðs
15.júlí 2019
533. fundur bæjarráðs
11.júlí 2019
201. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
4.júlí 2019
23. fundur menningarnefndar
Fréttir - Nýlegt safn
Stjórnsýsla - fréttir  Prenta síðu
19. mars 2019 15:32

Af starfi ungmennaráðs Grundarfjarðarbæjar

 

Ungmennaráð Grundafjarðarbæjar hefur nú fundað tvívegis í vetur og sótt eina ráðstefnu.
Ungmennaráð er bæjaryfirvöldum til ráðgjafar um aðstöðu og afþreyingu fyrir ungt fólk. Ráðið á einnig að vinna að því að efla ungt fólk í lýðræðislegum vinnubrögðum og auka tengsl þess við stjórnkerfi sveitarfélagsins.

Á fundi í haust var tekin ákvörðun um að senda fulltrúa á landsfund sveitarfélaga um ungt fólk og jafnréttismál. Þrír fulltrúar úr ráðinu fóru á ráðstefnuna sem haldin var í Mosfellsbæ í lok september.

 

 

Ungmennaráð skipulagði spilakvöld sem var á dagskrá Rökkurdaga í október sl.

Á síðasta fundi ráðsins var ákveðið að halda bingó þann 3. apríl nk. í Samkomuhúsinu. Ákváðu ungmennin að allur ágóði af bingóinu skyldi fara í að styrkja Dvalarheimilið Fellaskjól vegna búnaðarkaupa í nýju bygginguna.

 

Annað sem er á dagskrá ungmennaráðsins er að halda hreyfidag fyrir krakka á öllum aldri, þegar líður á vorið, og í því sambandi bendir ungmennaráð á að bæta þurfi almenningssamgöngur fyrir þau ungmenni sem æfa íþróttir í Ólafsvík og Stykkishólmi.

Ungmennaráð stefnir á að vera virkt, halda viðburði og vill að ungmenni geti leitað til ráðsins með hugmyndir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá fulltrúa Grundarfjarðarbæjar á landsfundi um ungt fólk og jafnrétti í september sl. Fulltrúarnir eru Alma Jenný Arnarsdóttir, Daníel  Husgaard Þorsteinsson og Tanja Lilja Jónsdóttir.

 

 

 

 

 


Til bakaSENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Flýtileiðir

 

          

 

 Bæjargátt

 

Heilsuefling

 

Persónuverndarfulltrúi

  

 

 

 Senda fyrirspurn 

  

Höfnin

 

 Vefmyndavél

 

Skemmtiferðaskip

 

Gjaldskrár

  

Svæðisgarður

 

Endurskoðun aðalskipulags

 

Sorphirðudagatal

 

Opnunartími  gámastöðvar

 

Forgangsröð við snjómokstur 2016-2017.

 

 

  

 

 

 

 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit