
Sjórinn spilar veigamikið hlutverk í lífi íbúa Grundarfjarðar og þar með hætturnar sem fylgja nábýli við haf og strönd.
Í gær fór Hafsteinn hafnarstjóri yfir helstu öryggisþætti, sem tengjast hættum sem leynst geta á hafnarsvæðum, með nemendum elsta stigs grunnskólans. Það var margt sem nemendum þótti athyglisvert og þeir sannfærðust um mikilvægi þess að fara reglulega yfir alla öryggisþætti tengda sjónum.
Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Gísli |