Velferðarstefna Vesturlands er nú til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi og hjá öðrum hagsmunaaðilum með umsagnarfresti til 15. febrúar nk.
Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar fjallaði um stefnuna á fundi sínum í gær, þann 24. janúar sl. og hvatti til að íbúum og öðrum hagsmunaaðilum sé gefinn kostur á að senda inn ábendingar og athugasemdir. Afgreiðslu umsagnar var vísað til febrúarfundar bæjarstjórnar.
Íbúar í Grundarfirði og aðrir hagmunaaðilar geta skilað til Grundarfjarðarbæjar áliti sínu á stefnunni sem bæjarstjórn getur haft til hliðsjónar við umsögn sína. Hægt er að skila inn áliti á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is eigi síðar en 10. febrúar nk.
Velferðarstefna Vesturlands
|