Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Sunnudagur 26. maí 20:02
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Á döfinni
SMÞMFFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678

Framundan

Skrá atburði, smelltu hér
Fundargerðir
24.maí 2019
5. fundur hafnarstjórnar
23.maí 2019
531. fundur bæjarráðs
16.maí 2019
200. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
14.maí 2019
6. fundur ungmennaráðs
Fréttir - Nýlegt safn
Stjórnsýsla - fréttir  Prenta síðu
3. janúar 2019 14:12

Börnum ársins 2018 fagnað

Í Grundarfirði eru nýfædd börn boðin velkomin í heiminn með gjöfum frá sveitungum sínum.
Á Gamlársdag var haldið samsæti í Sögumiðstöðinni fyrir börnin sem fæddust á árinu 2018 og foreldra þeirra, en í árslok búa hér 10 börn fædd á árinu, 6 drengir og 4 stúlkur. Sú elsta fæddist 14. mars og sá yngsti er rétt um 2ja vikna gamall.

Frá 2006 hefur Grundarfjarðarbær í samstarfi við Leikskólann Sólvelli, Heilbrigðisstofnun Vesturlands Grundarfirði, Slysavarnadeildina Snæbjörgu og stundum fleiri aðila, staðið fyrir “sængurgjöfum samfélagsins”. Hverju barni eru færð að gjöf hagnýtur fatnaður, tannbursti, bækur og bæklingur frá leikskólanum,  auk þess sem með fylgja endurskinsmerki og leiðbeiningar til foreldra, t.d. gátlisti um öryggi barna á heimili.

Gjöfin hefur verið kölluð “sængurgjöf samfélagsins” og er hluti af fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Stefnan var samþykkt 2006 en í haust setti bæjarstjórn einmitt af stað endurskoðun hennar.  “Í okkar litlu samfélögum skiptir hver einstaklingur miklu máli. Þetta er sú leið sem okkar samfélag fer til að bjóða nýjustu íbúana sérstaklega velkomna. Það þarf nefnilega heilt þorp til að ala upp barn og þetta er hluti af því”, segir bæjarstjóri.

Ætlunin gefendanna er að Gamlársdagur verði framvegis nýttur til að fagna börnum hvers árs.

 

Tómas Freyr Kristjánsson tók meðfylgjandi myndir nema tvær neðstu sem bæjarstjóri tók.

 

 

Ýtið á myndirnar til að fá þær stærri.

 

 

 

 

 

 


Til bakaSENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Flýtileiðir

 

          

 

 Bæjargátt

 

Heilsuefling

 

Persónuverndarfulltrúi

  

 

 

 Senda fyrirspurn 

  

Höfnin

 

 Vefmyndavél

 

Skemmtiferðaskip

 

Gjaldskrár

  

Svæðisgarður

 

Endurskoðun aðalskipulags

 

Sorphirðudagatal

 

Opnunartími  gámastöðvar

 

Forgangsröð við snjómokstur 2016-2017.

 

 

  

 

 

 

 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit