
Ákveðið hefur verið að bjóða nemendum sem eru að ljúka sjöunda bekk grunnskóla að starfa við Vinnuskóla Grundarfjarðar í sumar. Um er að ræða þrjár vikur, frá 18. júní til 6. júlí. Nemendur sjöunda bekkjar fengu umsóknareyðublöð með sér heim úr skólanum í gær en einnig má nálgast eyðublöðin hér.
|