Sumarnámskeið – umsjónarmaður og aðstoðarmaður
Leitað er að umsjónarmanni sumarnámskeiða fyrir börn í júní og ágúst. Starfið felst í skipulagningu, utanumhaldi og umsjón námskeiðanna.
Jafnframt er leitað að aðstoðarmanni sem aðstoðar umsjónarmann við námskeiðahaldið.
Umsækjendur þurfa að vera hugmyndaríkir, hafa getu til að vinna sjálfstætt, góða hæfni í mannlegum samskiptum auk reynslu og ánægju af að vinna með börnum.
Starfstímabil er frá byrjun júní og fram í miðjan ágúst, með 5-6 vikna fríi á tímabilinu. Vinnutími er breytilegur. Um hlutastarf er að ræða.
|