Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Laugardagur 26. maí 00:20
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Á döfinni
SMÞMFFL
293012345
6789101112
13141516171819
20212223242526
272829303112
3456789

Framundan

Skrá atburði, smelltu hér
Fundargerðir
24.maí 2018
143. fundur skólanefndar
24.maí 2018
15. fundur menningarnefndar
24.maí 2018
14. fundur menningarnefndar
24.maí 2018
13. fundur menningarnefndar
Fréttir - Nýlegt safn
Stjórnsýsla - fréttir  Prenta síðu
27. apríl 2018 10:37

Starf skipulags- og byggingafulltrúa

Grundarfjarðarbær auglýsir starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu umhverfi. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.

 

 

Helstu verkefni:

Ø  Framkvæmd skipulags- og byggingamála

Ø  Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar

Ø  Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags- og umhverfisnefndar

Ø  Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar, sem vinna að verkefnum á sviði byggingamála

Ø  Yfirumsjón framkvæmda og eignasýslu í sveitarfélaginu

Ø  Önnur verkefni

 

Hæfniskröfur:

Ø  Menntun og löggilding, skv. ákvæðum 8. og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er nauðsynleg

Ø  Þekking og reynsla af úttektum og mælingum

Ø  Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingareglugerð

Ø  Reynsla af stjórnun er æskileg

Ø  Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur

Ø  Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar

Ø  Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku

Ø  Góð almenn tölvukunnátta

 

Umsókn skal fylgja greinargóð starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2018.

 

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið thorsteinn@grundarfjordur.is

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri í síma 430 8500 eða í tölvupósti á netfangið thorsteinn@grundarfjordur.is

 


Til bakaSENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit frétta

Áskrift að fréttum
 
Fréttasafn
Flýtileiðir

 

          

 

 Bæjargátt

 

Laus störf

  

 

 

 Senda fyrirspurn 

  

Höfnin

 

 Vefmyndavél

 

Skemmtiferðaskip

 

Gjaldskrár

  

Svæðisgarður

 

Endurskoðun aðalskipulags

 

Sorphirðudagatal

 

Opnunartími  gámastöðvar

 

Forgangsröð við snjómokstur 2016-2017.

 

 

  

 

 

 

 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit