Tillaga að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss tekur til um 10,5 ha svæðis umhverfis fossinn. Innanmarka deiliskipulagssvæðisins verða bílastæði, gönguleiðir, upplýsingaskilti, áningarstaðir og salernisaðstaða. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Það þjónar bæði ferðalöngum og náttúrunni að skipuleggja svæðið og umgengni um það af kostgæfni.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum Borgarbraut 16 og birt á vef bæjarins, www.grundarfjordur.is, frá 5. apríl til og með 17. maí 2018.
Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með fimmtudagsins 17. maí 2018. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 17. maí 2018 annað hvort á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is eða með pósti merkt: Grundarfjarðarbær, Deiliskipulag, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar
Tillaga að deiliskipulagi - greinargerð ásamt skipulagsskilmálum
Kirkjufellsfoss - uppdráttur |