
Í dag hefst vinna við að fjarlægja gervigrasið og dekkjakurlið af sparkvellinum við Grunnskóla Grundarfjarðar og verður í kjölfarið lagt nýtt gras án svarta gúmmíkurlsins. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í febrúar að gervigrasinu yrði skipt út til að losna við svart gúmmí af leiksvæðum barna.
|