
Þjóðhátíðardagur Frakka er 14. júlí en samhliða heldur bærinn hátíð hafsins með sérstakri tengingu við Ísland, í samstarfi við vinabæjarfélagið okkar, Grundapol. Þegar hafa tólf manns ákveðið að fara til Paimpol í sumar og er öllum Grundfirðingum velkomið að slást í hópinn.

Áhugasamir hafi samband sem allra fyrst við Sigríði Hjálmarsdóttur menningarfulltrúa á netfangið: sigridurh@grundarfjordur.is.
Smellið hér til að komast á facebook síðu vinabæjanna: Grundarfjörður - Paimpol.
|