Helstu verkefni og ábyrgð
Þróun 5 ára deildar í samstarfi við aðra stjórnendur.
Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs.
Mikið er lagt upp úr foreldrasamvinnu og góðum samskiptum.
Hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Áhugi á að vinna með börnum Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, í síma 430 8550 eða með fyrirspurn á netfangið sigurdur@gfb.is
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 17. febrúar nk. á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is eða sigurdur@gfb.is
Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda.
|