Leita
Stćrsta letur
Miđstćrđ leturs
Minnsta letur
Mánudagur 9. desember 20:21
  General 
   
 
Á döfinni
SMŢMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
567891011

Framundan

Skrá atburđi, smelltu hér
Fundargerđir
3.desember 2019
540. fundur bćjarráđs
28.nóvember 2019
232. fundur bćjarstjórnar
27.nóvember 2019
207. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
19.nóvember 2019
7. fundur hafnarstjórnar
Fréttir - Nýlegt safn
Stjórnsýsla - fréttir  Prenta síđu
2. janúar 2005 02:10

Gleđilegt nýtt ár - annáll 2004

 

 

Undirrituđ hefur haft ţađ fyrir venju viđ undangengin áramót ađ rifja upp ţađ sem helst bar til tíđinda í starfsemi og verkefnum bćjarfélagsins á liđnu ári – sem og ýmis önnur hagsmunamál sem snert hafa bćjarbúa.

 

Áriđ 2004 var viđburđaríkt fyrir Grundfirđinga.

 

Byggingarframkvćmdir hófust viđ skólahúsnćđi Fjölbrautaskóla Snćfellinga, sem var svo settur í fyrsta sinn 30. ágúst.

 

Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráđherra, flytur ávarp

viđ fyrstu skólasetningu FSN.

 

Starfsemi hófst í hluta hússins, en húsnćđiđ allt verđur vígt formlega ţann 7. janúar n.k. Ađsókn nemenda fór langt fram úr björtustu vonum og yfir 100 nemendur stunduđu nám á haustönn. Starfiđ hefur fariđ afar vel af stađ og í desember lá fyrir ađ um 145 nemendur vćru skráđir til náms á vorönn, ţó ekki séu allir í fullu námi.  

 

 

Nemendur FSN viđ tölvur sínar, haust 2004.

 

Fundađ var um sameiningarmál og nefnd á vegum félagsmálaráđuneytis hefur lagt til ađ kosiđ verđi um sameiningu Stykkishólmsbćjar, Helgafellssveitar, Grundarfjarđarbćjar, Snćfellsbćjar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Sett var á laggirnar samstarfsnefnd Snćfellinga til ađ skođa og meta kosti og galla sameiningar. Nefndin skilađi skýrslu milli jóla og nýárs og kynningarfundur um starf nefndarinnar verđur haldinn fyrir sveitarstjórnarmenn 3. janúar n.k.

 

Lokiđ var viđ sjö nýjar íbúđir fyrir eldri borgara viđ Hrannarstíg 28-40 og ţćr afhentar eigendum sínum í áföngum.

 

Áfram var haldiđ međ gatnagerđ í Ölkeldudal og síđla árs var byrjađ ađ byggja á einni af nýju byggingarlóđunum sem ţar fengust međ framkvćmdunum.

 

Trésmiđja Guđm. Friđrikssonar reisir parhús viđ Ölkelduveg.

 

Áfram var unniđ viđ ađalskipulag dreifbýlis, m.a. var fornleifafrćđingur ađ störfum viđ skrásetningu fornminja í nokkra mánuđi.

 

Sveitarfélögin á Snćfellsnesi unnu ađ ţví ađ fá vottun sem sjálfbćrt samfélag, vottunarsamtökin Green Globe 21 veittu sveitarfélögunum viđurkenningu á starfi sínu á World Travel Market ferđasýningu í London í nóvember sl.

 

 

 

Boruđ var rannsóknarhola í Berserkseyrarlandi fyrripart árs og gaf góđar vćntingar um árangur í heitavatnsmálum, en unniđ hefur veriđ ađ rannsóknum og undirbúningi á árinu.

 

Ţrettán skemmtiferđaskip heimsóttu Grundarfjarđarhöfn á árinu, fleiri en nokkru sinni. Höfnin var međal allra fyrstu hafna til ađ uppfylla ákvćđi um siglingavernd og gera sér öryggisáćtlun. Hafnarstjórn lenti í hálfgerđu fjölmiđlafári vegna bréfs til sjávarútvegsráđuneytisins, afdrifaríkar tvćr og hálf lína í bréfi og hrefnuveiđimenn urđu ćfir yfir ađ hafnaryfirvöld ćtluđu ađ loka á ţá. Ekkert slíkt stóđ til, en afleiđingar reglna um siglingavernd áttu ţar hlut ađ máli.

Skemmtiferđaskip í Grundarfjarđarhöfn.

 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkfall grunnskólakennara setti svip sinn á skólahald í Grundarfirđi síđla hausts, sem og víđar um landiđ. Grunnskólinn fékk úthlutađ Comeniusarstyrk vegna samskipta viđ frönsk skólabörn í vinabć okkar, Paimpol í Frakklandi, en ćtlunin er ađ skiptast á heimsóknum á komandi vori. Skólabókasafn var sameinađ almenningsbókasafni og Leikskólinn Sólvellir fékk úthlutađ styrk úr Ţróunarsjóđi leikskóla.

 

Sparkvallaátak KSÍ teygđi anga sína til Grundarfjarđar, bćjarstjórn sótti um og fékk úthlutađ gervigrasi – gegn ţví ađ byggja upp almennilegan sparkvöll.

 

KSÍ fulltrúar mćttu viđ athöfn í nóvember.

 

Ţađ var gert og KSÍ lét leggja hann grćnu gervigrasi – mörgum til mikillar ánćgju. Vígsluleikur leikinn ţann 23. september ţar sem UMFG og bćjarstjórn öttu kappi og sýndu frábćra takta. Úrslitin ekki höfđ í flimtingum, en hćgt ađ lesa um ţau annars stađar hér á bćjarvefnum!

Liđ UMFG og bćjarstjórnar, 23. sept.

 

Gert var viđ sundlaugina, en ástand hennar var mun betra en margir höfđu taliđ. Einnig var unniđ viđ umfangsmiklar lagnaframkvćmdir í vatnsveitu og holrćsum í Hrannarstíg ofanverđum og hlađin var sjóvörn í Torfabót og nágrenni viđ Sćból.

 

Umhverfisráđherrar voru skipađir í fjórum hverfum bćjarins og veittu bćjarstjóra og starfsmönnum ráđgjöf um umhverfismál -  almennt ástand í byggđarlaginu. Ćtlunin er ađ vinna áfram á ţeim nótum og nýta ráđherrana í ţví viđfangsefni ađ betrumbćta umhverfiđ.

 

Menningin blómstrađi á árinu. Grundarfjarđarhátíđin, Á góđri stundu í Grundarfirđi, var sérlega eftirminnileg. Hverfahátíđir – gulur, rauđur, grćnn og blár – međ grillveislum og litríkum skrúđgöngum verđa lengi í minnum hafđar – og blessuđ blíđan!

 

Bláa hverfiđ spilar. Mynd R.S.

 

Rökkurdagar, menningarhátíđ Grundfirđinga, var haldin í fyrsta sinn á vegum frćđslu- og menningarmálanefndar í rúmar ţrjár vikur í október-nóvember; fjölmargir viđburđir, ađallega skaffađir af listamönnum heima fyrir og notiđ af heimamönnum, sem voru duglegir ađ mćta.

 

Vorgleđihópurinn skemmti Grundfirđingum svo um munađi - ađ sjálfsögđu um voriđ - og lagđi innkomu skemmtunarinnar í fjárfestingu í hljóđkerfi samkomuhússins og til málefna unglinga í Grundarfirđi.

Söngsveitin Sex í sveit heillađi Reykvíkinga á vetrarhátíđ í höfuđborginni í febrúar og Dixielandband Grundarfjarđar hélt tónleika í sömu borg í marsmánuđi. Fleiri listamenn unnu ađ ,,útrás” grundfirskrar menningar, t.d. Friđrik V. Stefánsson skólastjóri Tónlistarskólans og organisti Grundarfjarđarkirkju sem hélt orgeltónleika í Stokkhólmi, Stykkishólmi og víđar.

 

Ljósmyndavefur Bćringsstofu (sem er til húsa í Sögumiđstöđinni) var opnađur á fćđingardegi Bćrings heitins, ţann 24. mars.

Ţann 16. júní var Gestastofa opnuđ í Eyrbyggju - Sögumiđstöđ, enn einn áfanginn í uppbyggingunni ţar og rúmum mánuđi síđar var sýningin Íslands ţúsund ár opnuđ ,,á góđri stundu...” og hulunni svipt af vélbátnum Brönu SH sem gerđur hafđi veriđ upp. Í desember var svo opnuđ Jólastofa í Sögumiđstöđinni.

 

Andrúm 6. og 7. áratugar síđustu aldar fangađ.

 

Fimmta bindi ritsins Fólkiđ, fjöllin, fjörđurinn kom út á vegum Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarđar, í lok júlí, og ennfremur kort Reynis Ingibjartssonar um miđ-Snćfellsnes.

 

Íţróttamađur Grundarfjarđar var valinn af íţrótta- og tómstundanefnd bćjarins í byrjun ađventu, Ólafur Tryggvason úr Hesteigendafélagi Grundarfjarđar.

 

Kolgrafarfjörđur varđ loksins akfćr – yfir fjörđ, en ekki fyrir hann! Ţann 13. desember hleypti samgönguráđherra umferđ formlega á hiđ nýja samgöngumannvirki. Nokkur frágangur er ţó enn eftir sem lokiđ verđur viđ á nýja árinu og mannvirkiđ ţá formlega vígt.

  

Brú og vegur yfir Kolgrafarfjörđ. Mynd G.Kr.

 

Hitabylgja kom – sá og sigrađi Grundfirđinga sem og fleiri landsmenn – í ágústmánuđi, hitamet voru slegin, tćpar 25 gráđur í Grundarfirđi. Fleiri komu til Grundarfjarđar, t.d. Skjár einn – sem reyndar er talinn hafa guđađ á skjáinn hér í bć nokkru fyrr en hann taldi sjálfur.

 

Ýmsar breytingar urđu á starfsmannahaldi hjá bćnum, sem ekki verđa tíundađar hér nema ađ litlu leyti. Nýtt starf umsjónarmanns fasteigna varđ til viđ breytingar, nýr slökkviliđsstjóri tók til starfa og breytingar urđu á störfum á bćjarskrifstofu og bókasafni. Bćjarstarfsmenn héldu fyrstu árshátíđ sína í október og skemmtu sér vel.

 

Ýmislegt fleira mćtti tína til, en hér skal látiđ stađar numiđ ađ sinni. Lokaupprifjunin er ţó um litla frétt sem vakti samt mikla athygli, en hún birtist á baksíđu Moggans í byrjun nóvember og bar yfirskriftina: Grundfirđingar allra bjartsýnastir. Var ţar vísađ til niđurstađna könnunar Byggđarannsóknastofnunar Íslands um tengsl samfélagsanda og nýsköpunarstarfs í tilteknum landshlutum, en ţar kom fram ađ 87% Grundfirđinga sögđust bjartsýn á framtíđ byggđarlagsins hvađ varđar atvinnuţróun og skáru sig međ ţví verulega úr í svörum.

Vonandi munu Grundfirđingar bera gćfu til ađ nýta tćkifćri sín vel á nýju ári međ bjartsýnina ađ vopni og leiđarljósi.

 

 

Sendum Grundfirđingum, nćr og fjćr, Vestlendingum og landsmönnum öllum

 bestu óskir um farsćld á nýju ári.

 

1. janúar 2005,

F.h. Grundarfjarđarbćjar,

 

Björg Ágústsdóttir bćjarstjóri

 

 


Til baka


yfirlit frétta

Áskrift ađ fréttum
 
Fréttasafn
Flýtileiđir

 

          

 

 Bćjargátt

 

Heilsuefling

 

Persónuverndarfulltrúi

  

 

 

 Senda fyrirspurn 

  

Höfnin

 

 Vefmyndavél

 

Skemmtiferđaskip

 

Gjaldskrár

  

Svćđisgarđur

 

Endurskođun ađalskipulags

 

Sorphirđudagatal

 

Opnunartími  gámastöđvar

 

Forgangsröđ viđ snjómokstur 2016-2017.

 

 

  

 

 

 

 
Grundarfjarđarbćr Borgarbraut 16, 350 Grundarfirđi | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opiđ alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit