Meðal þess sem gert verður þennan dag er:
Upplýsinga- og handverksbásar niður við bryggju
Leikskólabörn syngja, tónlistaratriði, o.m.fl. á bryggjunni um morguninn
Fólk í íslenska búningnum
Fótboltaleikur kl. 15.30; Áhöfn skips - grundfirsk ungmenni
Tónlist í Kirkjunni kl 18.00
Lengri opnunartími verslana
Allra handa sýningar á nokkrum stöðum í bænum
Hestar til sýnis o.fl. o.fl.
Við brottför skipsins kl. 19.45 munum við svo hafa sérstakt leyni-tónlistaratriði nokkurra aðila sem ekki hafa komið fram opinberlega í Grundarfirði um langa hríð
Grundfirðingar, öllum er velkomið að rölta niður á bryggju og taka þátt í stemmningunni, handverks- og listafólki munum við útvega aðstöðu (hafa má samband við Hrafnhildi Jónu í síma 690-1707, Shelagh í síma 696-3041 og Johönnu í síma 691-1769.) Gaman væri að sjá sem flesta í íslenskum hátíðarbúningi þennan dag. Tökum höndum saman og verum glöð og kát þennan dag, sem og aðra daga.
|