Eyrarsveit liggur fyrir miðju Snæfellsnesi að norðanverðu og er bærinn Grundarfjörður í botni fjarðarins. Þjóðvegurinn liggur um veg 54 yfir Vatnaleið, Hraunsfjarðarbrú og Kolgrafabrú út í Grundarfjörð og síðan út fyrir Snæfellsnes um Búlandshöfða.

Allir voru þessir staðir farartálmar fram yfir 1960 að brú var byggð yfir Mjósundin í Hraunsfirði 1961 með vegi gegnum Berserkjahraun og akvegur gerður um Búlandshöfða sem fram að því var aðeins fær gangandi og ríðandi fólki.

Ekið var um Kerlingarskarð til haustsins 2001 að nýr vegur var opnaður um Vatnaleið sem er mun lægri og auðfarnari á vetrum. Ný Hraunsfjarðarbrú var byggð yfir Seljafjörð neðan Hraunsfjarðar og opnuð haustið 1994. 

Kolgrafafjörður var alla tíð varasamur vegna illviðra, bæði sumar og vetur. Ný brú yfir Kolgrafafjörð var tekin í notkun haustið  2004. 

Flugvöllur var gerður á Spjararsnoppu um 1960 og var í notkun þar til nýr flugvöllur í landi Akurtraða var lagður 1980. Hann var notaður í áætlunarflugi til 1990 en lagður af árið 2000. 

Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 

Skipulags- og umhverfisnefnd