Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar
Fundargerð
203. fundur skipulags- of umhverfisnefndar haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar,
fimmtudaginn 12. september 2019, kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS), formaður, Vignir Smári Maríasson (VSM), Bjarni Sigurbjörnsson (BS), Helena María Jónsdóttir (HMJ), Runólfur J. Kristjánsson (RJK) og Björg Ágústsdóttir (BÁ), bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður.
Formaður setti fund, bauð fundarfólk velkomið til fundar og kynnti efni fundarins. Hún þakkaði samnefndarfólki sínu sem kom að gerð aðalskipulagsins, bæjarstjóra og skipulagsráðgjöfum Alta fyrir vel unnin störf við mótun skipulagstillögunnar.
Gestir fundarins:
Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsráðgjafi Alta
Jósef Ó. Kjartansson, forseti bæjarstjórnar
Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs
Sævör Þorvarðardóttir, bæjarfulltrúi
Heiður Björk Fossberg Óladóttir, bæjarfulltrúi
Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir, varaformaður menningarnefndar
Bjarni Georg Einarsson, formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar
Þórunn Kristinsdóttir, fulltrúi öldungaráðs
1. |
Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019 - 2039 - 1805034 |
|
Lögð var fram og kynnt tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu tillögunnar. Einnig var lagt fram minnisblað með yfirliti yfir ábendingar og umsagnir sem bárust um aðalskipulagstillögu á vinnslustigi sem kynnt var vorið 2018 á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svör skipulags- og umhverfisnefndar eru í minnisblaðinu og er það fylgiskjal með þessari fundargerð. |
|
Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu, að teknu tilliti til breytinga sem samþykktar voru á fundinum, verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Þegar umsögn stofnunarinnar liggur fyrir og unnið hefur verið úr henni verði aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrsla hennar auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og staðfest.
Fundi slitið kl. 20:00.
Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) |
|
Vignir Smári Maríasson (VSM) |
Bjarni Sigurbjörnsson (BS) |
|
Helena María Jónsdóttir (HMJ) |
Runólfur J. Kristjánsson (RJK) |
|
|
|