Leita
Stærsta letur
Miðstærð leturs
Minnsta letur
Laugardagur 23. febrúar 13:10
  Forsíða   Þjónusta   Mannlíf   Stjórnsýsla   Ferðamenn - Tourists 
   
 
Á döfinni
SMÞMFFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272812
3456789

Í dag

Skrá atburði, smelltu hér
Fundargerðir
12.febrúar 2019
225. fundur bæjarstjórnar
7.febrúar 2019
88. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar
4.febrúar 2019
146. fundur skólanefndar
24.janúar 2019
524. fundur bæjarráðs
Fréttir - Nýlegt safn
2019
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2018
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
Fundargerðir  Prenta síðu

Leit í fundargerðum:
Ítarlegri leit
Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 197
Dags. 17. Október 2018

 

 

Skipulags-og umhverfisnefnd  Grundarfjarðar

 

Fundargerð

 

 

197. fundur skipulags- of umhverfisnefndar haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar,

 miðvikudaginn 17. október 2018, kl.  17:00.

 

 

Fundinn sátu:

Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS), formaður, Vignir Smári Maríasson (VSM), Bjarni Sigurbjörnsson (BS), Helena María Jónsdóttir (HMJ) og Arnar Kristjánsson (AK).

 

Fundargerð ritaðiUnnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar.

 

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

 

1.

Skerðingsstaðir: Deiliskipulag - 1803056

Lögð fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Skerðingsstaði, unnin af Zeppelin Arkitektum að ósk landeigenda sem áður hafði verið veitt leyfi til að vinna að gerð deiliskipulags skv. 2. mgr. 38. gr skipulagslaga.


Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að skipulagslýsing verði sett í kynningu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.

Fellabrekka 11-13 - Umsókn um lóð - 1809029

Páll Mar Magnússon og Örn Beck Eiríksson sækja um lóðina Fellabrekku 11-13.


Skipulags- og umhverfisvernd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að veita umsækjendum lóðirnar að Fellabrekku 11-13.

3.

Hrannarstígur - Framkvæmdarleyfi - 1810027

Sótt er um framkvæmdarleyfi á Hrannarstíg 1.


Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum.

Helena María Jónsdóttir Stolzenwald vék af fundi undir þessum lið.

4.

Kirkjufellsfoss, hönnun - 1806035

Sótt er um f.h. Grundarfjarðarbæjar framkvæmdaleyfi vegna gerð nýrra bílastæða ásamt fleiru við áningarstaðinn við Kirkjufellsfoss, sbr. hönnun Þráins Haukssonar hjá Landslagi í tillögu samþykktri af bæjarráði í júlí 2018.


Skipulags- og umhverfisvernd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi vegna þessa áfanga.

5.

Hamrahlíð - botnlangi. - 1809034

Lögð er fram ósk íbúa í Hamrahlíð um að götunni verði lokað austan megin og hún gerð að botnlangagötu.


Skipulags- og umhverfisnefnd er mótfallin því að gera Hamrahlíð að botnlangagötu.

Nefndin telur að leysa þurfi umferðarmál með öðrum hætti en með lokun götunnar og bendir á að í vinnslutillögu aðalskipulags er að hluta til að finna áform um úrbætur vegna umferðar og lagningar stórra bíla.

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundargerð þessi er birt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

Fundi slitið kl. 19:15.

 

 

Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)

 

 Vignir Smári Maríasson (VSM)

 Bjarni Sigurbjörnsson (BS)

 

 Helena María Jónsdóttir (HMJ)

 Arnar Kristjánsson (AK)

 

 

         


Til baka
 
Grundarfjarðarbær Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði | kt.: 520169-1729
Sími: 430 8500 | Netfang: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Opið alla virka daga kl. 10-14.
Fyrirspurnir | Veftré | Leit